Hópaferðir fyrir allar tegundir hópa

Fylltu út fyrirspurnarformið til þess að fá tilboð í þína drauma ferð.

Fjölskylduferð

Fjölskylduferð

Það elska allir fjölskylduferðir. Að fá tækifæri til þess að ferðast með stórfjölskyldunni erlendis og að fá almennilegan tíma til að verja með þínum nánustu er eitthvað sem maður myndi óska að fá fleiri tækifæri til þess að gera. Við skipuleggjum ykkar fjölskylduferð eftir ykkar þörfum og gerum það á hagkvæman hátt, svo að þú fáir peninganna virði svo þú getur fengið enn fleiri tækifæri til þess að ferðast með fjölskyldunni. Við getum útbúið tilboð fyrir ykkur og haft greiðslufyrirkomulagið eins og best hentar þinni fjölskyldu, hvort sem að allir greiði fyrir sig, eða þá einn aðili greiðir fyrir stærri hluta ferðarinnar.

Klúbbar og félagasamtök

Klúbbar og félagasamtök

Ferðin með klúbbnum eða félagasamtökunum sínum er alltaf skemmtileg. Maður fær þá eina afsökun í viðbót til þess að geta ferðast og skemmt sér með fólkinu sem deilir þinni ástríðu eða áhugamáli með þér. Við sjáum til þess að ferðin gangi smurt fyrir sig og að ykkar markmið verði að njóta ykkar. Við viljum ganga skrefi lengra en aðrir og aðstoða ykkur við að finna viðeigandi fræðslufund, skemmtun eða dagskrá sem er í takt við ykkar hóp.

Árshátíðarferð

Árshátíðarferð

Árshátíðarferðin er góð leið til að byggja upp traust og vinskap milli samstarfsfélaga. Ferðin getur verið einföld, flókin eða einhversstaðar þar á milli. Við skipuleggjum árshátíðarferðina frá A til Ö og það er okkar markmið að við náum að mæta ykkur þörfum og sjá til þess að árshátíðarferðin hafi verið þess virði og ógleymanleg í alla staði. Við tökum á móti öllum stærðum af hópum frá öllum gerðum af fyrirtækjum. Það er hægt er að byrja á að fá einfalt tilboð frá okkur með flugi, gistingu og rútu til og frá flugvelli og ef ykkur líst vel á það, þá er hægt að bæta öllu hinu sem gerir ferðina sérstaka, þ.á.m. skoðunarferðir, skemmtikraftar, sameiginlegur árshátíðar kvöldverður og margt fleira.

Hvataferð

Hvataferð

Það sem aðgreinir hvataferðir frá öðrum ferðum, er að þær eru einungis með það markmið að sýna ykkar starsfmönnum hversu mikilvægir þeir eru og að þeim sé verðlaunað með skemmtilegri ferð erlendis fyrir erfiðu vinnuna sem starsfmennirnir hafa unnið. Hvataferðir efla traust og sambönd á milli samstarfsfélaga og geta einnig orðið að uppsprettu nýrra hugmynda í fyrirtækinu. Hvataferðir eru oftast styttri en aðrar ferðir og eru með þéttari dagskrá sem inniheldur einhverskonar afþreyingu fyrir hópinn.

Vinahópur

Vinahópur

Hver vinahópur hefur sínar hugmyndir að hinu fullkomna ferðalagi fyrir ferðafélagana. Hvort sem þið elskið ævintýri, afslöppun, sólina eða eitthvað annað, þá er okkar markmið að finna rétta ferðaplanið fyrir ykkur og sjá til þess að ferðin verði ógleymanleg.