Vila Petra 4* - Íbúðahótel í Albufeira

Verð frá 171.250 kr.

8 dagar

|

7 nætur

Brottför

Faro, Portúgal

Heimkoma

Faro, Portúgal

Um ferðina

Vila Petra 4* - Íbúðahótel á Albufeira

Staðsetningin

Staðsetning íbúðahótelsins er góð. Í 5 mínútna göngufjarlægð eru fullt af veitingastöðum, börum og nokkrir supermarkets, þ.á.m. matvöruverslunin Aldi þar sem er gott að fylla í ísskápinn. Ströndin er í um 20 mínútna göngufjarlægð, en á leiðinni gengur maður fram hjá allskyns börum og veitingastöðum sem gaman er að heimsækja síðar í ferðinni.

Hótelið er vel byggt og plássmikið, en það eru um 140 íbúðir á hótelinu og er stemningin róleg og þægileg fyrir vikið.

Íbúðirnar

Allar íbúðirnar eru með góðri loftræstingu, þægilegum rúmum og flestar íbúðirnar eru með sturtu, en sumar eru með baðkari. Með öllum íbúðunum fylgir sér verönd eða svalir.

Eldhúsin í íbúðunum eru sérstaklega vel búin, en þar er að finna helluborð, ofn, örbylgjuofn, uppþvottavél, þvottavél, ísskáp, ketil o.fl.

Stúdíó íbúðirnar eru töluvert rúmari um sig en gengur og gerist á öðrum íbúðarhótelum, en þær eru um 50fm2, með svefnsófa, borðstofuborði og fullbúnu eldhúsi.
Hægt er að fá stúdíó með sundlaugasýn fyrir aukagjald.
Hámarksfjöldi: 2 fullorðnir og 1 barn yngra en 11 ára

Íbúð með einu svefnherbergi - Íbúðirnar með einu herbergi eru stærri en stúdíóin, en þær eru um 65fm2. Þær eru einnig með stærri svalir eða verönd og tveimur svefnsófum og rúma því vel um fjögurra manna fjölskyldur eða hópa.
Hægt er að fá eins svefnherbergja íbúð með sundlaugasýn fyrir aukagjald.
Hámarksfjöldi: 4 fullorðnir

Superior íbúð með einu svefnherbergi - Í superior íbúðunum eru töluvert stærri svalir, en þær eru um 20fm2 og henta því vel fyrir fólk sem vill fara í sólbað á svölunum. Fyrir utan það eru Superior íbúðirnar mjög svipaðar og þær venjulegu.
Hámarksfjöldi: 4 fullorðnir

Fjölskyldusvíta með einu svefnherbergi - Fjölskyldusvíturnar eru stærri en venjulegu íbúðirnar, en þær eru u 85fm2 og með auka leikherbergi þar sem gott er að koma upp barnarúmi sem er ókeypis á hótelinu. Fjölskyldusvíturnar eru einnig með tveimur baðherbergjum.
Hámarksfjöldi: 4 fullorðnir

Tveggja svefnherbergja íbúð - Tveggja svefnherbergja íbúðirnar eru um 85fm2 stórar, með stærri svölum en eins svefnhbergja íbúðirnar, tveimur baðherbergjum, tveimur svefnsófum og þær eru flestar með sundlaugasýn.
Hámarksfjöldi: 4 fullorðnir og 2 börn yngri en 11 ára

Sendið okkur fyrirspurn á info@evropuferdir.is eða í fyrirspurnaglugganum hér fyrir neðan til að athuga hvað uppfærsla kostar.

Aðstaðan

Morgunverðurinn er borinn fram af hlaðborði og fólk er almennt ánægt með hann.

Veitingastaðurinn Xeirus Restaurant er fínn kostur fyrir þá sem vilja eiga rólegt kvöld á hótelinu. Veitingastaðurinn er með miðjarðarhafsþema og er með nokkuð mikið úrval.

Sundlaugin er stór og skemmtileg og er umkringd sólarbekkjum. Sundlaugin er ekki upphituð, en er með mjög þægilegt hitastig á sumrin.
Það er einnig upphituð innilaug þar sem hægt er að synda í á veturna.

Sólbaðsaðstaðan er frábær og rúmgóð með nóg af sólarbekkjum.

Líkamsræktin er ágætlega vel búin með stillanlegum bekkjum, handlóðum, hlaupabretti, róðurvél, og fleiri lyftingartækjum. Á hótelinu er einnig að finna sánu og heitapott.

Íþróttavöllur - Það er hægt að leigja íþróttavöll á hótelinu til að spila fótbolta, körfubolta, tennis, handbolta og fleiri íþróttir gegn litlu gjaldi.

Skemmtiatriði - Á kvöldin er oft boðið upp á skemmtiatriði með leikurum á veitingastaðnum og nálægt sundlauginni.

Auka þjónusta

  • Ferðir til og frá flugvelli: 7.500 kr. á mann.
    Hótelið er í um 35 mínútna akstri frá flugvellinum og leigubílaröðin getur verið einstaklega löng á flugvellinum. Leigubíll kostar um 50-65 evrur á hótelið.

Fleiri spurningar?

Endilega fylltu í fyrirspurnarformið hér fyrir neðan eða sendu okkur tölvupóst á info@evropuferdir.is til að fá tilboð eða meiri upplýsingar um hótelið.

Innifalið

+ Flug með PLAY til Faro

+ 20 kg taska á mann

Ekki innifalið

+ Ferðir til og frá flugvelli: 7.500 kr. á mann

Hafa samband

Brottfarardagatal

SuMoTuWeThFrSa