Fjölskylduferð
Hópar
Pör
Vila Galé Cerro Alagoa 4* - Albufeira
Verð frá 139.000 kr.
8 dagar
|
7 nætur
Brottför
Faro, Portúgal
Heimkoma
Faro, Portúgal
Um ferðina
Vila Gale Marina 4* - Vilamoura
Staðsetningin
Staðsetning hótelsins gæti varla verið betri. Í næstu götu við hótelið er höfnin í Vilamoura þar sem er mjög skemmtilegt að ganga um, fá sér drykki og borða á kvöldin. Ströndin er einnig í 5 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.
Hótelið er með hlaðborðs- og A la carte veitingastað, tvo bari, inni- og útisundlaugar, líkamsrækt, sánu og fleira.
Herbergin
Öll herbergin eru með loftræstingu, þægilegum rúmum og sturtum. Með öllum íbúðunum fylgja svalir.
Standard tveggja manna herbergin eru um 21fm2 á stærð með svölum, loftræstingu og baðherbergi með sturtu. Þægileg og einföld.
Hægt er að fá herbergi með sjávarsýn fyrir aukagjald.
Hámarksfjöldi: 2 fullorðnir og 1 barn yngra en 11 ára (auka rúm fyrir barnið)
Það er einnig hægt að fá Juniorsvítu og Seniorsvítu sem eru stærri herbergi með stærri svölum, en þau herbergi eru mjög fá og oftast ekki í boði.
Sendið okkur fyrirspurn á info@evropuferdir.is eða í fyrirspurnaglugganum hér fyrir neðan til að athuga hvað uppfærsla kostar.
Aðstaðan
Morgunverðurinn er borinn fram af hlaðborði og fólk er almennt ánægt með hann. Það er einnig morgunverðarkokkur sem býr til omulettur fyrir gestina.
Veitingastaðurinn Versátil er á sama stað og morgunverðurinn er borinn fram, en á milli 19:00 - 22:00 er hægt að borða kvöldverð á hlaðborði og einnig pantar af matseðli. Ágætis kostur fyrir þá sem vilja eiga rólegt kvöld á hótelinu, en það er mjög mikið af skemmtilegum veitingastöðum í stuttu göngufæri við hótelið.
Sundlaugin er miðlungsstór og skemmtileg. Sundlaugin er ekki upphituð, en er með mjög þægilegt hitastig á sumrin.
Það er einnig upphituð innilaug þar sem hægt er að synda á veturna.
Sólbaðsaðstaðan er fín, en sumir gestir hafa kvartað að fólk skilur eftir handklæðið sitt til að eigna sér sólarbekki. Ströndin er einnig í 5 mínútna göngufjarlægð þar sem er nóg af plássi.
Líkamsræktin er ekki stór. Þeir eru með nokkur þrektæki og lítið úrval af handlóðum.
Auka þjónusta
- Ferðir til og frá flugvelli: 7.500 kr. á mann.
Hótelið er í um 30 mínútna akstri frá flugvellinum. - Hálft fæði: 20.000 kr. á mann
Með hálfu fæði fylgir auðvitað morgunverðurinn, en síðan ein auka máltíð sem má vera í hádegisverðinum sem er borinn frá 13:00 - 16:00, eða í kvöldverðinum sem er borinn fram kl 18:30 - 21:00
Kostir hótelsins
- Mjög góð staðsetning í Vilamoura
- Hagstæður kostur - Maður fær mikið fyrir peninginn sinn
- Flott og rúmgóð herbergi með svölum ásamt loftræstingu
- Góður morgunverður með kokki sem býr til omulettur gegn pöntun
- Skemmtileg sundlaug og sólaraðstaða
- Fá herbergi og því róleg stemning á öllu hótelinu
- Vel þjálfað og kurteist starfsfólk
Ókostir hótelsins
- Gestir eiga það til að eigna sér sólarbekki við sundlaugabakkann með handklæðum og skilja þau eftir. Það er alltaf hægt að færa handklæðin á næsta bekk og skella sér á hann og þ
Fleiri spurningar?
Endilega fylltu í fyrirspurnarformið hér fyrir neðan eða sendu okkur tölvupóst á info@evropuferdir.is til að fá tilboð eða meiri upplýsingar um hótelið.
Innifalið
+ Flug með PLAY til og frá Faro
+ 20 kg taska per flugmiða
+ Gisting á Vila Gale Marina 4*
+ Morgunverður innifalinn
Ekki innifalið
- Ferðir til og frá flugvelli kosta 7.500 kr. á mann
- Hálft fæði kostar x