Fyrirtækjaferðir
Pör
Hópar
Fjölskylduferð
Pestana Carlton Hotel 5*
Verð frá 170.500 kr.
Um ferðina
Pestana Carlton 5*
Staðsetningin
Pestana Carlton er mjög vel staðsett í höfuðborg Madeira. Miðbærinn er aðeins í 15 mínútu göngufjarlægð frá hótelinu og flugvöllurinn í 25 mínútu akstursfjarlægð. Í stuttu göngufæri við hótelið er að finna supermarkaðinn SPAR, nokkra veitingastaði og bari, en annars tiltölulega stutt í allt það helsta sem Funchal hefur upp á að bjóða.
Herbergin
Öll herbergin eiga það sameiginlegt að vera með loftræstingu, svölum, mini bar, öryggisskáp, frítt WI-FI og hárblásara.
Tveggja manna herbergin með borgarsýn eru 30m2 með loftkælingu og svölum. Þessi herbergi eru einnig með baðkari með sturtu og tveimur einbreiðum rúmum sem taka í sundur eða setja saman.
Hámarksfjöldi: 2 fullorðnir
Tveggja manna herbergin með sundlaugasýn eru eins og herbergin með borgarsýn, nema þá að þau eru staðsett á 1 - 4. hæð hótelsins með útsýni að sundlaugasvæðinu.
Hámarksfjöldi: 2 fullorðnir
Tveggja manna herbergin með flóa- eða sjávarsýn eru eins og herbergin með borgarsýn, nema þá að þau eru með betra útsýni að flóanum sem hótelið eða sjónum.
Hámarksfjöldi: 2 fullorðnir
Tveggja manna herbergin með superior sjávarsýn eru eins og herbergin með borgarsýn, nema þá að þau eru staðsett á 15 - 18. hæð sem eru efstu hæðir hótelsins í átt að sjónum og því með stórkostlegt útsýni yfir hafið.
Hámarksfjöldi: 2 fullorðnir
Fjölskylduherbergin eru mjög stór, en þau eru 64m2. Þau eru einnig með stofu með svefnsófa, borði og stólum. Fjölskylduherbergin eru með borgarsýn.
Hámarksfjöldi: 4 fullorðnir eða 2 fullorðnir og 2 börn
Juniorsvíturnar eru 62m2 og eru með stofu með svefnsófa, borði og stólum. Juniorsvíturnar eru staðsettar á 1 - 4. hæð hótelsins, en geta verið með garð-, sundlaugar- eða sjávarsýn.
Hámarksfjöldi: 4 fullorðnir eða 2 fullorðnir og 2 börn
Juniorsvíturnar með superior sjávarsýn eru eins og Juniorsvíturnar nema að þær eru staðsettar á 7 - 17. hæð hótelsins með frábært sjávarsýn.
Hámarksfjöldi: 4 fullorðnir eða 2 fullorðnir og 2 börn
Svíturnar er 62m2 og eru mjög svipaðar og Juniorsvíturnar, en þær eru mismunandi, sumar eru með auka baðherbergi og aðrar auka svalir. Þetta eru flottustu herbergin á hótelinu fyrir utan forsetasvítuna.
Hámarksfjöldi: 4 fullorðnir eða 2 fullorðnir og 2 börn
Forsetasvítan er stærsta herbergi hótelsins, en hún er tæplega 110m2. Hún er með tvö svefnherbergi með tveimur King-size rúmum, stofu með svefnsófa og borðstofuborði, glæsilegum svölum með eitt flottasta útsýni hótelsins.
Hámarksfjöldi: 4 fullorðnir eða 2 fullorðnir og 2 börn
Forsetasvítan er aðeins í boði gegnum fyrirspurnir.
Inni á bókunarsíðuna er hægt að sjá verðin á hverri uppfærslu. Ef að einhver uppfærsla er ekki í boði, þá er líklegt að hún sé uppseld fyrir viðeigandi tímabil. Alltaf er hægt að senda okkur tölvupóst á info@evropuferdir.is til að fá fleiri upplýsingar um stöðu uppfærsla.
Aðstaðan
Morgunverðurinn er borinn fram frá 07:30 - 10:30 alla morgna. Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð með fjölbreytt úrval af því öllu helsta. Fólk er almennt mjög ánægt með úrvalið og gæði matsins.
Veitingastaðurinn Arcos er aðalveitingastaður hótelsins þar sem morgun- og kvöldhlaðborðið er borið fram. Arcos er opinn frá 07:30 - 10:30 alla morgna og 19:00 - 21:30 öll kvöld.
Veitingastaðurinn Taverna Grill er portúgalskur veitingastaður sem sérhæfir sig í grilluðu kjöti og fiski. Hann hefur verið opinn síðan hótelið opnaði 1972 og fær frábærar umsagnir. Taverna býður upp á hefðbundna madeirska rétti, þ.á.m. "black scabbard fish" sem er frægur madeirskur fiskur.
Veitingastaðurinn Garden Pool býður upp á léttar veitingar eins og ávextasafa, djúsa, sjeika og ís á daginn, en veitingastaðurinn er einnig opinn yfir daginn og er með miðjarðarhafsþema.
The Pub er skemmtilegur bar með breskt þema sem býður upp á drykki og veitingar eins og "fish and chips" eða kjötbökur.
Sundlaugasvæðið er stórt og þægilegt. Hótelið er með tvær stórar úti saltvatnslaugar sem eru með útsýni yfir sjóinn. Það er einnig barnasundlaug.
Sólbaðsaðstaðan er frábær og rúmgóð með nóg af sólarbekkjum fyrir alla.
Líkamsræktin er nokkuð góð með lyftingatækjum, handlóðum, hlaupabrettum o.fl.
Auka þjónusta
- Ferðir til og frá flugvelli
5.000 kr. á mann
Hótelið er í um 25 mínútna akstri frá flugvellinum. - Cabo Girão útsýnisbátsferð um Suð-Vesturströnd Madeira
6.000 kr. á mann
Pikkup er kl. 10:30 eða 15:00 frá höfninni í Funchal. Í bátinum eru sæti í lokuðu og opnu rými, bar, smáréttir og WC. Möguleiki er að á sjá höfrunga, hvali og skjaldbökur. Á sumrin er hægt að synda í sjónum eða snorkla. Ferðin fer fram á fimmtudegi. Leiðsögn á ensku. - Jeppa safarí heilsdagsferð um Austurhluta og Norðurströnd Madeira
9.000 kr. á mann
Pikkup á hótelinu kl 08:45. Heildarferðatími er um 8 klst. Ferðin fer fram á föstudeginum. Stoppað er í hádegisverð sem kostar 16 evrur á Madeirskum veitingastað sem er greiddur á staðnum. Ferðin fer fram á föstudegi. Leiðsögn á ensku - Serra D'Agua útsýnisganga um suðurströnd Madeira (5km - létt ganga)
5.000 kr. á mann
Pikkup á hótelinu kl 09:00. Heildarferðatími er um 4 klst og göngutími er um 2.5 klst. Gangan fer fram á laugardegi. Leiðsögn á ensku - Referta Castelejo útsýnisganga um norðurströnd Madeira (5.5km - létt ganga)
5.000 kr. á mann
Pikkup á hótelinu kl 09:00. Heildarferðatími er um 4 klst og göngutími er um 2 klst. Gangan fer fram á sunnudegi. Leiðsögn á ensku
Fleiri spurningar?
Endilega fylltu í fyrirspurnarformið hér fyrir neðan eða sendu okkur tölvupóst á info@evropuferdir.is til að fá tilboð eða meiri upplýsingar um hótelið.
Innifalið
+ Beint flug með Play til og frá Madeira
+ 20 kg taska á mann
+ Gisting í tveggja manna herbergi á Pestana Carlton Madeira Ocean 5*
+ Morgunverður innifalinn
Ekki innifalið
- Rútuferðir til og frá flugvelli kosta 5.000 kr. á mann
- Gistináttaskattur á Madeira sem er 2 evrur á mann fyrir hverja nótt greiðist á hótelinu
Hafa samband
Brottfarardagatal
Su | Mo | Tu | We | Th | Fr | Sa |
---|---|---|---|---|---|---|