3HB Faro 5* - Miðbæjarhótel í Faro

Verð frá 209.000 kr.

Um ferðina

3HB Faro 5*

Staðsetningin

Hótelið er staðsett í 10 mínútna akstursfjarlgæð frá flugvellinum og er á besta stað á göngugötu í miðbæ Faro með fullt af verslunum, veitingastöðum og börum í örstuttu göngufæri frá hótelinu. Faro er líflegur bær og það er skemmtilegt að labba um bæinn og finna sér eitthvað til að gera.

Herbergin

Öll herbergin eru með góðri loftræstingu, þægilegum twin-rúmum og sturtu (walk-in shower). Með öllum herbergjunum fylgja sér svalir.

Einstaklingsherbergin eru 22fm2 með loftkælingu, svölum og litlum míní-bar.
Hámarksfjöldi: 1 fullorðinn

Tveggja manna herbergin eru 27fm2 með loftkælingu, svölum og míní-bar. Einnig er lítið borð með tveimur stólum og sjónvarp fyrir framan rúmið.
Hámarksfjöldi: 2 fullorðnir

Tveggja manna Plus herbergin eru 31fm2 með svefnsófa fyrir 3ja aðilann, en eru alveg eins og tveggja manna herbergin að öðru leiti, nema aðeins stærri.

Hámarksfjöldi: 3 fullorðnir eða eða 2 fullorðnir og 1 barn

Aðrar uppfærslur eru í boði í gegnum fyrirspurn. Fylltu út fyrirspurnformið hér fyrir neðan eða sendu okkur tölvupóst á info@evropuferdir.is til að athuga hvað uppfærsla kostar.

Aðstaðan

Morgunverðurinn er borinn fram á frá kl. 07:00 - 10:30 á morgnanna. Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð með fjölbreytt úrval af því öllu helsta. Fólk er mj-g ánægt með úrvalið og gæði matarins.

Veitingastaðurinn Habito býður upp á hádegisverð frá 12:30 - 15:30 alla daga. Maturinn er með suður-portúgölskum stíl og fær góðar umsagnir.

Veitingastaðurinn Forno Nero býður upp á kvöldverð frá 18:00 - 22:30. Maturinn er með ítölskum og suður-portúgölskum stíl.

Sundlaugasvæðið á þakinu er þægilegt og með nóg af sólarbekkjum.

Líkamsræktin er vel búin með stillanlegum bekkjum, mikið úrval af handlóðum, hlaupabretti, róðurvél, og fleiri lyftingartækjum.

Spa-ið er flott og boði er upp á sánu, tyrkneskt bað, upphitaða innilaug.

Skemmtiatriði - Á kvöldin eru skemmtiatriði sem fá góðar umsagnir frá gestum.

Auka þjónusta

  • Ferðir til og frá flugvelli: 7.500 kr. á mann.

Fleiri spurningar?

Endilega fylltu í fyrirspurnarformið hér fyrir neðan eða sendu okkur tölvupóst á info@evropuferdir.is til að fá tilboð eða meiri upplýsingar um hótelið.

Innifalið

+ Flug með PLAY til Faro ásamt sköttum

+ 20 kg taska

+ Gisting á 3HB Faro 5*

+ Morgunverður innifalinn

Ekki innifalið

- Ferðir til og frá flugvelli kostar 7.500 kr. á mann

Hafa samband

Brottfarardagatal

SuMoTuWeThFrSa