Hópar
Pör
Pestana Vila Sol Golf 5*
+ Ótakmarkað golf í 7 daga á 299.000 kr
8 dagar
|
7 nætur
·
Verð á mann
379.000
Brottför
Faro, Portúgal
Heimkoma
Faro, Portúgal
Um ferðina
Bjóðum upp á 7, 10 og 11 nátta ferðir á Pestana Vila Sol Golf & Resort sem er mjög gott 5* hótel seinungis í 20 mínútna akstursfjarlægð frá flugvellinum í Faro.
Við hlið hótelsins er frábær 27 holu völlur sem mjög gaman er að spila.
Mjög góður veitingastaður er svo með útsýni yfir 18 flötina þar sem gaman er að setjast eftir hring og sjá hvernig kylfingum gengur með 18 holuna.
Mjög fín aðstaða er til sólbaða með góðri laug og sundlaugarbar.
Í stuttri akstursfjarlægð er snekkjuhöfnin í Vilamoura þar sem urmull er af frábærum veitingastöðum og krám og mikið og skemmtilegt mannlíf þar á kvöldin.
Einnig er bar og mjög góður veitingastaður á hótelinu með lifandi tónlist sum kvöld.
Við mælum með að borða annað hvert kvöld þar og nýta hin kvöldin með því að taka Uber eða leigubíl til Vilamoura.
Innifalið
+ Flug með PLAY til og frá Faro með sköttum
+ 20 kg taska og 23 kg golfsett
+ Gisting í tveggja manna Deluxe Golf herbergi sem er staðsett í aðalbyggingunni
+ Morgunverðarhlaðborð og kvöldverður annað hvert kvöld.
+ Margir góðir veitingastaðir og mikið mannlíf við höfnina á Vilamoura sem gaman er að fara annað hvert kvöld. Hægt að uppfæra í kvöldverð allan tímann í bókunarferlinu.
+ Ótakmarkað golf Vila sol Golf. Panta þarf seinni hring samdægurs.
+ Hægt er að breyta til með því að fara aðra Pestana golfvelli sem eru staðsettir í um 35 mín aksturfjarlægð án aukakostnaðar. Vellirnir eru mjög skemmtilegir og heita Gramacho Golf og Pinta Golf. Ferðir til og frá golfvöllunum eru ekki innifaldar
+ Ferðir til og frá flugvelli
Ekki innifalið
- Golfbílar eru ekki innifaldir en hægt er að panta þá fyirrfram og kosta þeir 45 EUR á bíl.
- Þar sem allir rástímar eru skipulagðir strax eftir bókun og okkar umboðsaðili tekur á móti farþegum á flugvellinum teljum við ekki þörf á að vera með sérstakan fararstjóra í ferðinni og getum því boðið hagstæðara verð en ella.
Hafa samband
Brottfarir
3. maí 2025
14. maí 2025
Uppselt!
Verð á mann
379.000
kr.
7. maí 2025
17. maí 2025
Uppselt!
10. maí 2025
17. maí 2025
Uppselt!
21. maí 2025
28. maí 2025