Enotel Santo da Serra 4*

Ótakmarkað golf á Santo da Serra Golf. Verð frá 259.000

Brottför

Funchal Madeira, Portúgal

Heimkoma

Funchal Madeira, Portúgal

Um ferðina

BEINT FLUG PLAY FRÁ 16 SEPTEMBER

Eyjan er aðeins 500 km norður af Tenerife en býður upp á allt öðruvísi landslag.

Golfvöllurinn Santo da Serra Golf er mjög flottur og vel við haldin 27 holu golfvöllur á austurhluta eyjunnar. Það er frábært að spila völlinn sem er að flestallra áliti besti golfvöllur eyjunnar. Mjög flott útsýni er frá golfvellinum og frábær aðstaða bæði golfbúð og flottur veitingastaður.

Að okkar áliti er þessi golfpakki einn besti kostur sem er í boði er fyrir viku golfferð.

Enotel Santo da Serra Hotel 4* er staðsett við hliðina á þessum frábæra golfvelli. Hótelið er einungis í um 10 mín akstursfjarlægð frá flugvellinum er allt nýlega tekið í gegn þannig að mjög vel fer um alla og einnig er góður matur á hótelinu. Það tekur um 30 mín að keyra í miðbæ höfuðborgarinnar Funchal þar sem urmull veitingastaða og mikið mannlíf er öll kvöld.

Cristiano Ronaldo ólst upp á þessari eyju og hefur byggt og bætt marga innviði eyjunnar og einnig fjárfest í nokkrum hótelum.

Madeira hefur upp á margt að bjóða. Fallegt grænt landslag, stórbrotin útsýni og yndisleg þorp, auk þess er loftslagið frábært.

Santo da Serra golfvöllurinn er mjög fallegur 27 holu völlur með fallegu útsýni til sjávar og yfir austurhluta eyjunnar.

Hér er tengill á golfvöllinn: Clube de Golf Santo da Serra - Madeira, Portugal

Innifalið

+ Beint flug með Play til og frá Madeira með tösku og sköttum

+ 20 kg taska, persónulegur hlutur undir sæti og 23 kg golfsett

+ Gisting í tveggja manna herbergi á Enotel Santo da Serra 4* með morgunmat og kvöldverði

+ Ótakmarkað golf á Santo da Serra golf

Ekki innifalið

- Hótelið ereinungis um 10 mín frá flugvellinum

- Þar sem allir rástímar eru bókaðir fyrirfram teljum við ekki þörf á að vera með fararstjóra á staðnum.

- Við erum með umboðsaðila sem tekur á móti viðskiptavinum á flugvellinum og einnig erum við í góðu sambandi við öll hótel og golfvelli ef eitthvað kemur upp á.

- Gistináttaskattur á Madeira sem er 2 evrur á mann fyrir hverja nótt greiðist á hótelinu

- Flugfreyjutaska er ekki innifalinn en hægt er að hafa bakpoka eða annað sem kemst undir sætið fyrir framan.

- Golfbíll á Santo da Serra Golf kostar 50 EUR fyrir tvo og er bókaður á staðnum

- PGA kennari er á golfvellinum og hægt að bóka tíma fyrirfram eða á staðnum

Hafa samband