Fjölskylduferð
Hópar
Pör
AP Adriana Beach Resort 4* - Allt innifalið á Albufeira
Verð frá 169.000 kr.
Um ferðina
AP Adriana Beach Resort 4* - Allt innifalið á Albufeira
Staðsetningin
Staðsetning hótelsins er mjög prívat þar sem að hótelið er "resort", en hótelið er staðsett við ströndina og er maður aðeins nokkrar mínútur að ganga á stórkostlega strönd. Það er ekki mikið að finna í göngufæri við hótelið sjálft, en það tekur um 15 mínútur að keyra í miðbæ Albufeira, en hótelið er staðsett mitt á milli skemmtilegu bæjana Vilamoura og Albufeira.
Herbergin
Öll herbergin eru með góðri loftræstingu, þægilegum rúmum og sturtu eða baðkari. Með öllum herbergjunum fylgir sér verönd eða svalir.
Herbergin eru misvel staðsett á hótellóðinni og því getur maður lent í því að vera um 5 mínútna göngutúr frá aðstöðu hótelsins, en á móti fær maður auka frið út frá því.
Tveggja manna herbergin eru 17fm2 með loftkælingu, svölum og litlum ísskápi. Einnig er sófi og lítil skrifborð með stól þar sem hægt er að vera með fartölvuna.
Hámarksfjöldi: 2 fullorðnir
Stærra tveggja manna herbergi með svefnsófa eru 21fm2 með aukaplássi til að rúma fyrir þriðju manneskjunni.
Hámarksfjöldi: 3 fullorðnir eða 2 fullorðnir og 1 barn
Sendið okkur fyrirspurn á info@evropuferdir.is eða í fyrirspurnaglugganum hér fyrir neðan til að athuga hvað uppfærsla kostar.
Aðstaðan
Morgunverðurinn er borinn fram frá 07:30 - 10:00 á morgnanna. Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð með fjölbreytt úrval af því öllu helsta. Fólk er almennt ánægt með úrvalið og gæði matsins.
Veitingastaðurinn Al-Gharb er aðal veitingastaður hótelsins. Boðið er upp morgunverð, hádegisverð og kvöldverð á veitingastaðnum. Maturinn er borinn fram af hlaðborði sem portúgölskum og alþjóðslegum kostum.
Veitingastaðurinn O Celeiro er hefðbundinn portúgalskur veitingastaður sem býður upp frábæran portúgalskann mat. Maturinn er búinn til með lókal matvörum og fær mjög góðar umsagnir.
Sundlaugasvæðið er mjög gott, en hótel er með tvær sundlaugar fyrir fullorðna og tvær sundlaugar fyrir börn.
Sólbaðsaðstaðan er frábær og rúmgóð með nóg af sólarbekkjum.
Líkamsræktin er ágætlega vel búin með stillanlegum bekkjum, handlóðum, hlaupabretti, róðurvél, og fleiri lyftingartækjum. Á hótelinu er einnig að finna sánu og heitapott.
Skemmtiatriði - Á kvöldin er oft boðið upp á skemmtiatriði með leikurum á veitingastaðnum og nálægt sundlauginni.
Auka þjónusta
- Ferðir til og frá flugvelli: 7.500 kr. á mann.
Hótelið er í um 35 mínútna akstri frá flugvellinum og leigubílaröðin getur verið einstaklega löng á flugvellinum. Leigubíll kostar um 50-65 evrur á hótelið.
Fleiri spurningar?
Endilega fylltu í fyrirspurnarformið hér fyrir neðan eða sendu okkur tölvupóst á info@evropuferdir.is til að fá tilboð eða meiri upplýsingar um hótelið.
Innifalið
+ Flug með PLAY til Faro ásamt sköttum
+ 20 kg taska
+ Gisting á AP Adriana Beach Resort 4*
+ Matur og innlendir drykkir innifaldir
Ekki innifalið
- Ferðir til og frá flugvelli kostar 7.500 kr. á mann - hótelið er í um 35 mínútna fjarlægð frá hótelinu.