Siglt um Gríska eyjahafið

12 dagar frá 499.000 til 599.000 kr.

12 dagar

|

11 nætur

Brottför

Aþena, Grikkland

Heimkoma

Aþena, Grikkland

Um ferðina

Í þessari skemmtilegu ferð er flogið til og frá Aþenu og siglt um vinsælustu eyjar Grikklands og farið í skoðunarferðir í litlum hóp með enskumælandi fararstjóra og gist á sérvöldum 4* hótelum.

Tekið er á móti farþegum strax á flugvellinum í Aþenu þar sem farið er í sérbíl á hótelið. Þar hitta farþegar fulltrúa ferðaskrifstofunnar sem mun fara yfir ferðatilhögun og afhenda öll útprentuð ferðagögn eins og miða í ferjurnar og hótelupplýsingar. Farþegar munu einnig fá símanúmer sem þeir geta hringt í hvenær sem er sólarhringsins.

Allar siglingar eru á Catamaran hraðbát sem skilar hópnum hratt og örugglega milli eyja. Hraðbátarnir taka allt að 1.280 farþega og 140 farartæki og eru 87 m langir og 24 m breiðir. Þeir fara á allt að 50 hnúta hraða og eru tvíbotna og því mjög stöðugir.

Strax morguninn eftir eru farþegar sóttir á hótelið og keyrðir að höfninni í Aþenu þar sem ferja til fyrstu eyjunnar Mykonos bíður þeirra. Þegar þangað er komið bíður rúta eftir farþegunum sem flytur þá á hótelið.

Þannig gengur ferðin áhyggjulaust fyrir sig þar sem farið er á milli þessara stórkostlegu eyja og þær skoðaðar undir leiðsögn heimamanna á ensku.

Ferðin endar svo á tveimur nóttum í Aþenu áður en farið er í sérbíl á flugvöllinn í Aþenu og haldið heim á leið til Keflavíkur.

Ferðin hentar öllum aldurshópum sem hafa grunnþekkingu í ensku.

Ef þið eruð ein á ferð eða fleiri en tvö í herbergi, hópur eða dagsetningarnar henta ykkur ekki þá vinsamlegast sendið okkur fyrirspurn og við svörum um hæl.

Nánari ferðatilhögun má sjá í ferðaskipulagi hvers dags hér að neðan.


Innifalið

+ Beint flug með PLAY til og frá Aþenu með töskum og sköttum

+ Sérferðir til og frá flugvelli í Aþenu

+ Sérferðir til og frá höfninni í Aþenu

+ Rútuferð til og frá hóteli á eyjunum Mykonos, Paros, Naxos og Santorini

+ Ferjusiglingar til og frá Aþenu og á milli grísku eyjanna Mykonos, Paros, Naxos og Santorini

+ Gisting í tveggja manna herbergjum á 4* sérvöldum hótelum með morgunmat

+ Heilsdags skoðunarferðir með enskumælandi leiðsögumanni á eyjunum Paros, Naxos og Santorini

Ferðaskipulag

Dagur 1

KEFLAVÍK - AÞENA

Beint flug með PLAY frá Keflavík kl. 6:45 og lent í Aþenu kl. 15:35 að staðartíma. Tekið er á móti farþegum á flugstöðinni og þeir keyrðir á hótelið. Það sem eftir er af deginum er frjáls tími sem hægt er að nýta til að skoða sig um í Aþenu.

Dagur 2

AÞENA - EYJAN MYKONOS

Farþegar eru sóttir á hótelið kl. 6:00 að morgni og þeim ekið að höfninni Piraeus í Aþenu. Ferjan til Mykonos leggur af stað kl.7:30 og komið til hafnar í Mykonos um kl. 12:45. Við komu til hafnar í Mykonos býður rúta sem flytur farþega á hótelið. Eftir að komið er á hótelið er frjáls tími sem hver og einn getur notað til að skoða sig um.

Dagur 3

MYKONOS - FRJÁLS DAGUR

Engin skipulögð dagskrá er í dag. Mykonos er þekkt fyrir tærar og fallegar strendur með gullnum sandi og kristaltærum sjó þannig að hver getur nýtt daginn á sinn hátt. Eyjan er einnig fræg fyrir fallegan arkitektúr, skemmtilegar göngugötur, góða veitingastaði og líflegt næturlíf. Höfuðborgin heitir Chora (Þóra) en þar eru margar þröngar götur sem gaman er að rölta um með viðkomu í "litlu Feneyjum" sem er skemmtilegt hverfi við miðbæinn.

Dagur 4

MYKONOS - EYJAN PAROS

Eftir morgunmat er keyrt til hafnarinnar og farið í ferju sem siglir til eyjunnar Paros. Ferjan fer frá Mykonos kl. 12:40 og er áætluð koma til Paros um kl. 13:25. Við komu til Paros er ekið á hótelið og er frjáls dagur eftir það.

Dagur 5

PAROS - HEILSDAGS SKOÐUNARFERÐ

Heilsdags skoðunarferð í rútu/ferju. Eftir morgunmat er lagt af stað í skoðunarferð um eyjuna Paros með enskumælandi fararstjóra. Fyrsta stoppið er í bænum Parikia sem einnig er þekkt sem “Hora” höfuðborg eyjarinnar. Bærinn byggir á leifum hinnar fornu borgar menningar- og viðskipta. Parikia byggist umhverfis höfnina í grískum stíl. Við höfnina blasir við glæsileg vindmylla sem er helsta kennileiti Paros. Kirkjan Panagia Ekatontapiliani er eitt best varðveitta paleo-kristna minnismerkið í Grikklandi. Samkvæmt goðsögninni var kirkjan upprunalega byggð af heilögum Konstantínus, fyrsta keisara Konstantínópel, eftir fórn móður sinnar, heilögu Helenu. Þaðan tekur rútan okkur til hafnar í Punda þar sem við tökum ferjuna til Antiparos. Antiparos er ein af þessum grísku eyjum sem hafa náð að halda sig utan ratsjár. Í bakaleiðinni til Paros er ekið yfir suðurströndina, fram hjá þorpunum Alyki og Drios og að að Piso Livadi, þar sem við tökum okkur hlé. Þú munt hafa smá frítíma fyrir hádegismat (valfrjálst) eða jafnvel til að synda. Lefkes er lítið þorp falið á milli fjallanna, fullkomið til að flýja hávær ferðamannasvæði við sjóinn. Þetta fallega þorp, sem er fyrrum höfuðborg Paros, er þakið hvítum húsum, þröngum steingötum og byggingarstíl með feneyskum innblæstri. Næsta stopp er Naousa sem er talið vera eitt fallegasta þorpið í Cyclades, þar sem hefur tekist að halda ekta grískum stíl, hefðbundnum karakter og sjarma. Þorpið er þakið hvítum litlum húsum og krúttlegum kirkjum og kapellum.

Dagur 6

PAROS - EYJAN NAXOS

Eftir morgunmat er keyrt að bryggjunni þar sem farið er í ferju áleiðis til Naxos. Ferjan fer kl. 11:45 og komið er til Naxos um kl. 12:30. Eftir það er frjáls dagur á eyjunni Paros. Strendurnar eru fylltar af fallegum sandi og kristaltærum sjó sem býður upp á fullkomnan dag til að eyða á ströndinni. Hér er listi af fallegum ströndum sem hægt er að heimsækja á eyjunni: Chrissi Akti, Pounda, Kolympithres og Santa Maria. Seinna um daginn er farið á höfnina í Paros og farið um borð í ferjuna sem fer til eyjunnar Naxos. Farið er síðan upp á hótel og restin af deginum er frjáls á Naxos.

Dagur 7

NAXOS - HEILSDAGS SKOÐUNARFERÐ

Heilsdags skoðunarferð með enskumælandi fararstjóra. Fyrsta stoppið er við hof Demeter. Hið sögufræga forna musteri var reist 530 f. Kr. en var nýlega endurbyggt að hluta til. Einnig er að finna fornleifasafn þar sem hægt er að sjá fleiri forna muni sem hafa fundist á eyjunni. Áfram er haldið í átt að Damalas, sem er krúttlegt lítið þorp í Tragea-dalnum. Þar verður í boði sýnikennsla á leirmunaverkstæði þar sem fylgt er eftir hefðbundnum grískum aðferðum og að sama skapi er líka sýnt hvernig ólífuolía var gerð í forntímum. Keyrt er í átt að Chalki sem er ofboðslega fallegt þorp sem minnir á póstkort. Þar er hægt að heimsækja lítil söfn eða fá sér einn espressó við höfnina og njóta útsýnisins. Síðan er stoppað við Panagia Drossiani sem er talin vera elsta kirkjan á öllum Balkanskaganum, hún var byggð á 4. öld e. Kr. Næsta stopp er í frægasta þorpi Naxos sem heitir Apiranthos. Aspiranthos hefur verið nefnt „marmaraþorpið” og er tilvalið að taka smá göngutúr og skoða hinn forna arkitektúr sem umlykur þorpið. Keyrt er norður á nyrsta punkt eyjunnar til Apollonas þorpsins. Það er lítið forngrískt þorp þar sem er vinsælt að synda við ströndina eða slaka á hinum ýmsu kaffihúsum við sjóinn. Á leiðinni til baka er stoppað og skoðað hina risastóru og sögufrægu styttu sem heitir Kouros. Styttan er talin hafa verið byggð árið 600 f. Kr. og er mjög merkileg. Hægt er að lesa betur um hana á Wikipedia: Sounion Kouros - Wikipedia. Til baka er haldið til Chora og fylgt er eftir norðvesturströndinni og notið útsýnisins af Agia turninum og Norður Cyclades eyjanna.

Dagur 8

NAXOS - EYJAN SANTORINI

Siglt er frá höfninni í Naxos áleiðis til Santorini um kl. 12:50 og komið til Santorini um kl. 14:50. Þegar komið er til Santorini er keyrt á hótelið. Frjáls dagur á Naxos. Hægt er að rölta um kastalann í Venetia og sjá fallegt útsýni sem er þakið af gömlu stórhýsunum með forngrískum arkitektúr. Farið er síðan aftur til Naxos hafnar og farið um borð ferjunnar til eyjunnar Santorini. Við komu er þér skutlað upp á hótel og restin af deginum er frjáls.

Dagur 9

SANTORINI - HEILSDAGS SKOÐUNARFERÐ

Skoðunarferðin hefst frá nýju höfninni í Santorini (Athinios). Fyrsti áfangastaður er hið fræga eldfjall Santorini! Eftir 20 mínútna siglingu Í dag er allt að 6 klukkustunda túr um eyjuna þar sem farið er allt að 4000 ár aftur í tímann að afhjúpa goðsagnir og þjóðsögur. Fyrsta stoppið er á „Monastery of Prophet Elias” sem er eitt elsta klaustur Grikklands og einnig hæsti punktur eyjunnar. Næst er stoppað á fornleifasvæðinu í Akrotiri og skoðað forna muni. Á eftir því er heimsóttur hefðbundinn forngrískur vínkjallari þar sem hægt er að smakka þrjár tegundir af víni frá Santorini. Rölt er um fornan víngarð og þá er tækifæri að sjá hvernig terroir víngarðar líta út. Síðan er frjáls tími sem er gott tækifæri til þess að synda. Í lok ferðar er innifalin Meze-máltíð þar sem boðið er upp á tapas með alls konar mat sem er framleiddur á Santorini, t. d. fava, kirsuberjatómatar, kringlóttur kúrbítur og fleira. Eftir máltíðina er farið upp á hótel.

Dagur 10

SANTORINI - AÞENA

Eftir morgunmat er hægt að njóta Santorini og skoða allar flottu hvítu byggingarnar og mannlífið þar áður en haldið er til hafnar og siglt til Aþenu. Ekið er frá hótelinu til hafnarinnar á Santirini og lagt frá bryggju til Aþenu kl. 15:30. Komið er til Aþenu um kl. 23:30 og ekið til hótelsins um miðnætti.

Dagur 11

AÞENA - FRJÁLS DAGUR

Eftir frábæra ferð um Gríska eyjahafið er gott að taka hvíldardag og skoða Aþenu betur. Einnig er hægt að versla og skoða miðbæ Aþenu.

Dagur 12

AÞENA - KEFLAVÍK

Eftir morgunmat á hótelinu er ekið til flugvallarins. Flogið er frá Aþenu kl. 10:00 og lent í Keflavík um kl. 13:20 að íslenskum tíma. Ógleymanleg ferð að baki sem skilur eftir sig ógrynni minninga og nýja vini!

Hafa samband

Brottfarir

30. ágúst 2024

10. september 2024

Uppselt!

11. október 2024

22. október 2024

Uppselt!