Hópferðir
Portúgal
Borg
Madeira í 7 nætur
Verð frá 149.000 kr. á mann
8 dagar
|
7 nætur
Brottför
Madeira, Portúgal
Heimkoma
Madeira, Portúgal
Um ferðina
Madeira, Portúgal
PLAY er að fljúga 1x í viku til Madeira frá október 2024 til júní 2025 og byrja síðan aftur í september 2025 og halda áfram til júní 2026.
Madeira er frábær kostur fyrir smáa sem stóra hópa sem vilja komast í almennilegt veður. Madeira er ekki bara með frábært veður heldur mjög áhugaverða menningu og geggjaðan mat
Flug
Flogið er í beinu flugi með PLAY 1x í viku frá október 2024 til júní 2025 og byrja síðan aftur í september 2025 og halda áfram til júní 2026.
Flugin eru á þægilegum tíma, en útflugið er morgunflug kl. 09:00 eða 09:40 frá Keflavík og lent er á Madeira kl 13:55/14:55 eða 14:30/15:30 (Á veturna þá flýta þeir klukkunni um klst.)
Gisting
Það er mikið úrval um gistingar á Madeira og ansi margir spennandi möguleikar.
5 stjörnu hagstæður kostur
Pestana Carlton 5*
Pestana Carlton er sögulegt hótel, en þetta er fyrsta hótelið sem Pestana keðjan opnaði árið 1972 og hafa þeir opnað fleiri en 100 hótel síðan.
Hótelið býður upp á glæsilega sundlaugaaðstöðu með tveimur útisundlaugum.
Hótelið er skráð með 5 stjörnur á blaði, en líkist frekar 4 stjörnu hóteli þar sem það er í eldri kantinum. En fyrir vikið fáum við mjög hagstætt verð og er aðstaðan og staðsetning hótelsins mjög þægileg. Hótelið frábærar umsagnir frá okkar viðskiptavinum og einnig á netinu.
Fyrirhugað verð: 149.000 - 189.000 kr. á mann
5 stjörnu lúxus kostur
Savoy Palace 5*
Savoy Palace er stórkostlegt 5 stjörnu lúxushótel. Hótelið opnaði 2019 og þegar maður gengur inn í lobbýið, þá er það svo stórfenglegt að það er svipað eins og að ganga inn á listasafn.
Hótelið er á lista "Leading Hotels of the World" sem er sambærilegur listi og Michelin Guide, nema þá fyrir hótel.
Staðsetning hótelsins er mjög góð, en hótelið er við hliðina á Pestana Carlton 5*.
Fyrirhugað verð: 209.000 - 289.000 kr. á mann
5 stjörnu "allt innifalið" hagstæður kostur
Pestana Royal 5*
Pestana Royal er mjög fínt og hagstætt hótel sem er með allt innifalið. Þetta hótel hentar vel fyrir hópa sem vilja hafa allan mat og drykki innifalda.
Staðsetning hótelsins er aðeins lengra frá bænum en önnur hótel, en í staðinn er maður að fá ansi mikið fyrir peninginn á þessu hóteli.
Sundlaugaaðstana er einnig mjög góð og býður hótelið upp á tvær úti sundlaugar og er einnig staðsett við steinaströnd þar sem hægt er að synda í sjónum.
Fyrirhugað verð: 179.000 - 239.000 kr. á mann
4 stjörnu flottur miðbæjar kostur
Turim Santa Maria 4*
Turim Santa Maria Hotel er frábærlega staðsett í um 5-10 mínútna göngufjarlægð frá miðbænum.
Hótelið er með flottan þakbar þar sem sundlaugaaðstaðan þeirra er staðsett.
Hótelið var byggt 2019 og er mjög flott og líkist í raun 5 stjörnu hóteli í útliti.
Fyrirhugað verð: 159.000 - 199.000 kr. á mann
Akstur
Inni í tilboðum okkar er akstur til og frá flugvelli fyrir allan hópinn alltaf innifalinn, nema annað sé tekið fram.
Við bjóðum upp á allan akstur sem ferðin krefst, þ.á.m. leigubílar, smárútur og stórar rútur
Skoðanaferðir og afþreying
Madeira er með fjölbreytilega kosti
Bátaferð 4 klst.
Fyrirhugað verð: 10.000 kr. á mann
Vínsmökkunarferð með öllum drykkjum inniföldum 2 klst.
Fyrirhugað verð: 10.000 kr. á mann
Innifalið
+ Flug með PLAY til og frá Madeira ásamt 20 kg innritaðari tösku
+ Gisting á 4-5* hóteli á Madeira ásamt inniföldum morgunverði
+ Akstur til og frá flugvelli
Ekki innifalið
+ Gistináttaskattur sem er 2 evrur á mann fyrir hverja nótt sem er greiddur á staðnum