Lissabon í 3 nætur

Verð frá 129.000 kr. á mann

4 dagar

|

3 nætur

Brottför

Lissabon, Portúgal

Heimkoma

Lissabon, Portúgal

Um ferðina

Lissabon, Portúgal

Icelandair og PLAY fljúga bæði 2x í viku til Lissabon út allt árið.

Lissabon er einn besti kosturinn fyrir helgarferðir. Borgin er mjög skemmtileg, með góðar samgöngur, frábæran mat og ví, góðar verslunargötur og verslunarmiðstöðir og fullt til að sjá.

Lissabon býður upp á marga skemmtilega kosti fyrir skoðanaferðir, þ.á.m. vínsmökkun, matgæðingaferð, skoðunarferð um borgina og á helstu kennileiti.

Flug

Icelandair og PLAY fljúga bæði 2x í viku til Lissabon út allt árið.
Flugtíminn til Lissabon er um 4.5 klst.
Flug á mánudögum og föstudögum eru í boði út allt árið, en síðan er einnig hægt að fá flug á fimmtudögum og sunnudögum með Icelandair þegar þeir breyta flugdögunum í sumar.

Icelandair flugtímar:
KEF 16:00 - 21:20 LIS
LIS 22:20 - 01:50 KEF

PLAY flugtímar:
KEF 15:50 - 21:15 LIS
LIS 22:15 - 01:50 KEF

Gisting

Það er mikið úrval um gistingar í Lissabon.

Hotel Lisbon Plaza 4*

Verð frá 129.000 kr miðað við tvo í herbergi.

Flott 4* hótel á góðum stað í Lissabon

PortoBay Liberdade 5*

Verð frá 159.000 kr miðað við tvo í herbergi.

Frábært 5* hótel sem er mjög vel staðsett við aðal verslunargötuna í miðbæ Lissabon. Á hótelinu er m.a. bar og heitur pottur á þaki hótelsins og einnig sauna og innisundlaug. Margir fínir veitingastaðir í stuttu göngufæri.

Akstur

Inni í tilboðum okkar er akstur til og frá flugvelli fyrir allan hópinn alltaf innifalinn, nema annað sé tekið fram.

Við bjóðum upp á allan akstur sem ferðin krefst. Leigubílar, smárútur og stórar rútur ti

Skoðanaferðir og afþreying

Bjóðum upp á skemmtilegar skoðunarferðir með enskumælandi leiðsögn um Lissabon og svo bæina í kring Sintra, Cascais og Estoril.

Innifalið

+ Beint flug með Icelandair eða PLAY til og frá Lissabon með tösku og sköttum

+ Ferðir til og frá flugvelli í rútu

+ Gisting í tveggja manna herbergjum á 4* eða 5* hóteli með morgunmat.

Ferðaskipulag

Dagur 1

KEFLAVÍK - LISSABON

Flogið er í beinu seinnipartsflugi til Lissabon þar sem tekið er á móti hópnum og ekið í rútu á hótelið.

Dagur 2

Ferð um Lissabon (4 kl.st.)

Eftri morgunverð er ekið í rútu um borgina og öll helstu kennileiti hennar skoðuð. Leiðsögn er á ensku af heimamanni sem mun sýna ykkur allt það besta sem Lissabon hefur upp á að bjóða. Einnig fáið þið ógleymanlegan fróðleik um sögu borgarinnar, siðum og venjum þeirra fjölmörgu íbúa þessarar höfuðborgar Portúgals. Eftir ferðina er frjáls tími til að versla, skoða sig um, borða góðan mat og upplifa allt það sem borgin hefur upp á að bjóða.

Dagur 3

Dagsferð til hinnar mögnuðu borgar Sintra, Cascais og Estoril

Ekið í rútu til þessa einstaka þorps Sintra sem er í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Lissabon. Miðbær Sintra er töfrum líkastur og mjög gaman að ganga um og skoða miðbæinn sem er fullur af aldargömlum byggingum. Leiðsögn er á ensku af heimamanni sem mun sýna ykkur allt það besta sem Sintrahefur upp á að bjóða og er m.a. aðgangur að þjóðarhöllinni í Sintra innifalin þar sem konungsfjölskyldan fór í sumarleyfi. Einnig fáið þið ógleymanlegan fróðleik um sögu borgarinnar, siðum og venjum þeirra fjölmörgu íbúa þessarar höfuðborgar Portúgals. Einnig verður komið við í heimsborginni Cascais og garðar Estoril skoðaðir.

Dagur 4

LISSABON- KEFLAVÍK

Eftir frábæra langa helgi í Lissabon er flogið heim í beinu flugi og lent í Keflavík um kvöldið.

Hafa samband