Hópar
Pör
Onyria Quinta da Marinha Hotel 5*
+ 10 nætur og 7 golfhringir frá 279.000 kr
11 dagar
|
10 nætur
·
Verð á mann
45.000
Brottför
Lissabon, Portúgal
Heimkoma
Lissabon, Portúgal
Um ferðina
Quinta De Marinha 5* er frábært hótel sem var allt endurbætt á árinu 2020 og eru öll herbergin með svölum.
Á hótelinu er mjög góð SPA aðstaða ásamt inni og úti sundlaug.
Tveir góðir veitingastaðir eru á hótelinu ásamt bar þar sem hægt er að sitja inni eða úti.
Golfvöllurinn er við hótelið en skutla er til og frá klúbbhúsinu.
Golfvöllurinn er mjög góður og var hannaður af Robert Trent Jones.
Nokkrar holur eru alveg við hótelið og góð æfingaaðstaða er við golfvöllinn.
Innifalið
+ Flug með ICELANDAIR til og frá Lissabon með sköttum
+ Möguleiki á að uppfæra á SAGA CLASS gegn aukagjaldi
+ 20 kg taska, 10 kg handfarangur og 15 kg golfsett
+ Gisting í 10 eða 11 nætur í double/twin Superior herbergi með svölum
+ Morgunmatur alla dagana
+ Ótakmarkað golf í 7 eða 8 daga á Quinta de Marinha Golf. Seinni hringur bókaður samdægurs og miðast við stöðuna á vellinum á hverjum tíma.
+ Bókum strax rástíma eftir ykkar óskum. Hægt að bæta við rástímum að vild.
+ Flutningur til og frá hóteli á golfvellina
+ Aðgangur að líkamsrækt, jacuzzi, Tyrknesku baði og inni- og útisundlaugum
+ Frítt wifi á öllu hótelinu
Ekki innifalið
+ Golfbílar eru ekki innifaldir en þeir kosta 45 EUR hringurinn fyrir tvo.
+ Akstur til og frá flugvelli
+ Við erum ekki með fararstjóra á staðnum en við bókum alla rástíma strax við bókun eftir ykkar óskum.
+ Bjóðum upp á akstur til og frá flugvelli fyrir einstaklinga og allar stærðir af hópum. Verðið fyrir báðar leiðir með golfsetti er milli 10-20 þúsund eftir stærð hópa.
+ Einnig getum við boðið upp á bílaleigubíl af öllum stærðum og gerðum.
Ferðaskipulag
Dagur 1
KEFLAVÍK - LISSABON
Flogið í beinu flugi Icelandair kl. 16:00 og lent í Lissabon kl. 21:20 að staðartíma.
Dagar 2 til 10
Golf á Quinta da Marinha
Njótið þessara frábæru golfvalla í fallegu umhverfi. Gaman er að koma í klúbbhúsið eftir leik og fá sér gott að borða. Hægt er að njóta þess sem hótelið hefur upp á að bjóða í SPA og sundlaugum og gera vel við sig í mat á kvöldin.
Dagur 11
LISSABON- KEFLAVÍK
Flogið er heim í beinu flugi Icelandair kl. 22:20 og lent í Keflavík kl. 01:50.